Ný tækni við göngugreiningu
- Ásmundur Arnarsson
- Jun 10, 2014
- 1 min read
Flexor notast við algjörlega nýja tækni við göngugreiningu. Notað er göngu-/hlaupabretti með innbyggðum þrýstinemum sem tengjast fullkomnu tölvukerfi sem aftur skilar nákvæmum upplýsingum um göngulag.
Tölvuþrýstimælingaplata sem innbyggð er í göngu-/hlaupabretti nemur álagsdreifingu á fætur
Fullkomið tölvukerfi sýnir tölulegar upplýsingar um gönguferlið og stöðu fóta
Stöðugleiki og jafnvægi eru metin
Mælt hvernig álagið kemur á fæturna
Skoðað hvort tábergið er sigið (tábergssig)
Staðan á iljaboga skoðuð (ilsig, holfótur)
Videoupptaka sýnir stöðu á fótum og hnjám við göngu og upplysingar vistast í gagnagrunni
Ganglimir eru lengdarmældir
Staða á mjaðmagrind er skoðuð
Viðskiptavinur getur fengið útprentun með nákvæmum upplýsingum um göngulag og niðurstöður göngugreiningar.

Comentários